Á bílasýningu Kvartmíluklúbbsins í dag. 6. júní 2015 var opnaður aðgangur að Annál sem Jóhann A. Kristjánsson gerði með myndum og texta er lýsir aðdragandanum að stofnun klúbbsins og fyrstu árum hans. Um er að ræða fjórar möppur sem hafa verið færðar yfir á stafrænt form og gerðar aðgengilegar eins og tímarit. Um er að ræða um 800 bls. af myndum, auglýsingum og textaskýringum. Þessar möppur hafa varðveist hjá fyrsta formanns klúbbsins, Örvari Sigurðssyni. Njótið vel!