Bracket flokkur (BR)

 

Þessi flokkur er hugsaður fyrir bíla sem keyra á 12 sekúndum og hægar, keppendur velja sér kennitíma eftir tímatökur.

 

Dæmi: bíll A fer þrjár tímatökuferðir 14.35, 14.39 og 14.44 og velur sér t.d 14.38 sem kennitíma (tími sem tæki A má ekki fara undir í keppni). Tæki B fer 12.33, 12.40 og 12.37 og velur sér t.d 12.38 sem kennitíma.

 

Tæki A fær þá 2 sekúndu forskot á ljósunum á tæki B, Ef ökumaður fer undir kennitíma "breakout" þá tapar viðkomandi ferðinni, ef báðir fara undir kennitíma þá vinnur sá sem fór minna undir kennitíma.