GT Flokkur
GT Flokkur – Flokkslýsing
GT (Gran Turismo) : Flokkur fyrir bíla með 6 til 12 strokka véla og slagrúmtak yfir 4500cc.
Ef Bílar eru með forþjöppu, nitro eða Wankel vél þá uppreiknast slagrúmtak sjá í vélarkafla.
Einn aflauki leifður.
Allir bílar verða að vera á númerum og með löglega skoðun.
Ræst skal á jöfnu með “full tree”
Merking: GT/númer
Vél
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4. gen Camaro) Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.
Ef bílar eru með forþjöppu uppreiknast slagrúmtak með 1,7 s.s. 2500cc*1,7=4250cc.
Ef um Wankel vél er að ræða þá uppreiknast slagrúmtak með 2,2 s.s. 1300cc*2,2=2860cc.
Ef um er að ræða Wankel með forjöppu þá uppreiknast slagrúmtak með 3,74 s.s. 1100cc*3,74= 4114cc.
Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.
Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)
Olíudæla:
"Dry sump" olíudælur eru bannaðar nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.
ELDSNEYTISKERFI
Soggrein:
Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.
Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "sump" er bannað.
Eldsneyti:
Aðeins það eldsneyti sem að er í almennri dreifingu á eldsneytisútsölustöðum á Íslandi.. Bensínbætiefni bönnuð.
ÚTBLÁSTURSKERFI
Pústflækjur:
Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.
Púströr:
Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Annars er sverleiki og lögun frjáls. Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.
Hljóðkútar:
Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunarstöð.
DRIFRÁS:
Drif:
Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.
BÚKKAR & FJÖÐRUN
Fjöðrun:
Fjöðrum og fjaðrarkerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl. Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju. Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun. Staðsetning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika fjaðra, gorma vindustanga osf…
Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link". Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
YFIRBYGGING
Yfirbygging:
Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl. Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf "cowl induction" má þó aldrei vera hærra en 4" (10,16cm). Vélarhlíf má vera úr öðru efni en yfirbygging ökutækis.
Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þ.m.t. teppi stóla klæðning osf… Skipta má út framstólum fyrir keppnistóla sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.
DEKK & FELGUR
Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.
Dekk:
Allar tegundir dekkja leyfðar fyrir bíla með afturdrif þar á meðal slikkar sem mega þó ekki fara upp fyrir 28" á hæð og 9" á breidd. Bílar með drifi að framan mega nota slikka. Bílar með drifi á öllum hjólum mega eingöngu nota radial dekk, en er þó leyft að nota radial götuslikka. Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.
ÖKUMAÐUR
Ökumaður:
Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal,
Hjálpartæki:
Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.