Hafnarfirði 9.október 2000 (með síðari breytingum)
 • 1. gr. Félagið heitir Kvartmíluklúbburinn. Heimili og varnarþing félagsins skal vera í Hafnarfirði.

 

 • 2. gr. Tilgangur félagsins er að sameina áhugamenn um mótorsport og bílaáhugamennsku, starfrækja keppnishald á "lokuðum svæðum" í bílaíþróttum, efla vitund og tilgang þess að hraðakstur skuli ekki stunda á umferðagötum, þess í stað bjóðist að stunda hraðakstur og sérstakan æfingarakstur á "lokuðum svæðum" til þess ætluðum.

 

 • 3. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum og tveimur varamönnum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, upplýsingafulltrúa og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Þessir 7 aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi. Varamenn sitja stjórnarfundi með fullt málfrelsi og tilllögurétt en ekki atkvæðisrétt.
  • 3. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn, en stjórnarkosning fari fram árlega. Á sléttu ári skal kjósa formann, ritara,einn meðstjórnanda og einn varamann. Á oddatölu ári skal kjósa varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann.
  • 3. 2. Stjórnarfundir skulu haldnir einu sinni í mánuði.
  • 3. 3. Stjórnarákvörðun er lögmæt ef hún er samþykkt af 2/3 hluta stjórnar eða 4 af 7.

 

 • 4. gr. Til að hafa kjörgengi til stjórnar skal viðkomandi vera orðin 18 ára.
  • 4. 1. Stjórninni er heimilt að gera verðuga aðila að heiðursfélögum. Það þarfnast samþykkis stjórnarfundar hverju sinni.
  • 4. 2. Við úrsögn úr félaginu á félagsmaður ekki rétt á endurgreiðslu árgjalds eða hluta af eignum félagsins.
  • 4. 3. Stjórnin skal hafa rétt til að víkja mönnum úr félaginu ef þeir vinna bersýnilega á móti félaginu eða skaði heild félagsins. Sá sem í hlut á skal hafa rétt til að skýra mál sitt áður en brottvikning á sér stað. Að því loknu skal stjórnin taka ákvörðun um brottvikninguna. Brottvikning skal vera skrifleg.

 

 • 5. gr. Félagsgjöld og gjalddagar þeirra skulu ákveðin og samþykkt á aðalfundi. Félagsgjöld taki mið af verðlagi í landinu hverju sinni.
  • 5. 1. Til að skuldbinda félagið þarf til þess undirritun minnst 5 stjórnarmanna.
  • 5. 2. Heiðursfélagar greiða ekki inntökugjald né árgjald.
  • 5. 3. Félagsmenn eru ekki ábyrgir persónulega fyrir skuldum félagsins.

 

 • 6. gr. Ársreikningur félagsins skal vera tilbúinn og öllum félagsmönnum opinn 14 dögum fyrir aðalfund. Reikningar skulu einnig liggja frammi á aðalfundi til sýnis félagsmönnum.
  • 6. 1. Óheimilt er með öllu að lána einstaklingum, eða nota fé það sem félagið á til annarra nota en þeirra sem einungis snúa að félaginu.
  • 6. 2. Ef um brot er á ákvæði liðar 6. 2. er að ræða skal það varða brottvikningu úr félaginu.
  • 6. 3. Eigi skal afhenda nein sölugögn né hverskonar varning til sölu félagsmönnum né öðrum án þess að fullt reikningshald sé gert í hvert sinn og gjalddagi ákveðin.
  • 6. 4. Aðalfundur félagsins skal haldin í Febrúar ár hvert og skal boðað til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara.

 

7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.
 • 7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.
 • 7.2. Stjórn KK skipar menn í nefndir og störf á vegum AKÍS og MSÍ.
 • 7.3. Reglunefnd er skipuð af stjórn KK til tveggja ára í senn. Reglunefnd skal halda utan um keppnisreglur fyrir bikarmót KK. Sjái reglunefnd þörf á aðlögun eða breytingum á keppnisreglum skulu þær breytingartillögur lagðar fyrir stjórn KK til staðfestingar og nægir samþykki meirihluta stjórnar til að þær taki gildi

 

 • 8. gr. Atkvæðisrétt hefur hver fullgildur félagsmeðlimur sem hefur greitt sín félagsgjöld.
  • 8. 1. Atkvæðagreiðsla skal vera leynileg ef meirihluti félagsmanna krefst þess.

 

 • 9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Gildandi lög, svæðisreglur og keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

 

 • 10. gr. Fundargerð skal haldin um alla fundi stjórnarinnar þar sem einstakar ákvarðanir eru skráðar, ásamt mætingu félagsmanna. Skal ritari félagsins sjá um þessar fundargerðir og einnig skrá í fundargerðabók.

 

 • 11.gr. Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi. Tillaga um að leggja félagið niður, skal koma fram í fundarboði. Á þessum fundi skal einnig tekið fyrir hvernig ráðstafa skuli öllum eignum félagsins og það skráð og staðfest. Til samþykktar þarf minnst 4/5 hluta atkvæða.
  • 11.1. Sé samþykkt að leggja félagið niður, skal boða til aukaaðalfundar 7 dögum síðar til að staðfesta niðurstöðuna og þarf til þess 4/5 hluta atkvæða.
  • 11.2. Um atriði sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ.

 

Samþykkt á aukaaðalfundi þann 9.október 2000


Nýtt inn vorið 2007 er:

 • 3. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum og tveimur varamönnum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, upplýsingafulltrúa og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Þessir 7 aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi.

Varamenn sitja stjórnarfundi með fullt málfrelsi og tilllögurétt en ekki atkvæðisrétt.

 • 3. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn, en stjórnarkosning fari fram árlega. Annað árið skal kjósa formann, ritara,einn meðstjórnanda og einn varamann. Hitt árið skal kjósa varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann.

Breytt á aðalfundi 1. febrúar 2014:

Eftirtalið var fellt úr lögum:

7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar sem ekki sitja í stjórn KK.

Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK. Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæði.

Í staðinn kom neðangreind breyting:

7.2. Stjórn KK skipar menn í nefndir og störf á vegum AKÍS og MSÍ.

7.3. Reglunefnd er skipuð af stjórn KK til tveggja ára í senn. Reglunefnd skal halda utan um keppnisreglur fyrir bikarmót KK. Sjái reglunefnd þörf á aðlögun eða breytingum á keppnisreglum skulu þær breytingartillögur lagðar fyrir stjórn KK til staðfestingar og nægir samþykki meirihluta stjórnar til að þær taki gildi.