MC flokkur (MC)
FLOKKSLÝSING
MC (Muscle Car) Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra) sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum. Ræst skal á jöfnu "full tree". Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni (ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.
|
VÉL
Blokk
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er.
Vél
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél. Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá "big block" yfir í "small block" eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Hámark slagrúmtaks er 515 rúmtommur (cid)
Ventlalok
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.
Tímagír
Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð. Mega þó vera úr stáli, tvöföld og "roller" gerð. Reimdrif, gírdrif osf sem er ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.
Olíukerfi
"Dry sump" olíukerfi bönnuð.
ELDSNEYTISKERFI
Soggrein
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er. Forþjöppur bannaðar. Nitro gas N2O bannað. Soggrein og blöndungur skulu passa undir vélarhlíf.
Bensíntankur
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "Sump" er bannað.
Lofthreinsari
Lofthreinsari skal passa undir vélarhlíf
Eldsneyti
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft. Öll almenn bensínbætiefni leyfð.
KVEIKIKERFI
Kveikja
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu. Magnetu kveikjur og "Crank trigger" er bannað. Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart. Ekki má breyta staðsetningu á kveikju frá original.
ÚTBLÁSTURSKERFI
Pústkerfi
Pústkerfi skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun. Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5" að innanmáli. H-pípa er leyfð. Hámark tvöfalt kerfi
GÍRKASSI
Gírkassi
Verður að vera fjöldaframleiddur og fengist í viðkomandi ökutæki
Kúplingshús
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.
Kúpling
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Sjálfskipting
Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er. Fjögurra þrepa skiptingar eru bannaðar nema að þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund Nota má "trans pack" eða "manual" ventlabox í sjálfskiptingar. "Trans brake" er bannað.
DRIFRÁS
Drif
Bannað er að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Fjöðrun
Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Búkkar
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota "four link" eða "ladder link" Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Yfirbygging
Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.
Innrétting
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda. Skipta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu. Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skipti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
RÚÐUR
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.
Grind
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.
DEKK
Dekk
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk. Dekk mega ekki standa út fyrir yfirbyggingu.