MS Flokkur

 

MS (Modefied Standard) Flokkur. 

 

Flokkslýsing:

Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra)  með V8 vélar án forþjöppu eða N2O (Poweradder) með öllum löglegum götubúnaði virkum. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.

 Þyngdarmörk í flokknum eru eftirfarandi:

 Með vél að 330cid: 1150kg

 Með vél að 399cid: 1250kg

 Með vél að 499cid: 1350kg

 Með vél að 560cid 1450kg

Allar þyngdir reiknast miðað við ökutæki á ráslínu til búið í ferð með ökumanni! Öll ökutæki skulu hafa gilda skoðun samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.

 

Vél

Verður að vera fjöldaframleidd V8 bílvél. Slagrúmtak véla má ekki vera meira en 560cid.

 

Blokk

Vélarblokkir úr áli bannaðar nema að þær hafi verið fáanlegar frá verksmiðju í viðkomandi ökutæki.

 

Ventlalok

Eina krafan um ventlalok er að þau þétti og séu lekafrí.

 

Olíudæla

Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.

 

Olíukerfi

“Dry sump” olíukerfi bönnuð.

 

ELDSNEYTISKERFI

 

Soggrein

Nota má hvaða soggrein sem er. Nota má mest tvo fjögurra hólfa blöndunga (Predator = 4. hólfa blöndungur), Eða 4 tveggja hólfa blöndunga. Mekanískar innspýtingar eru leyfðar.

 

Bensíndæla

Aðeins ein bensíndæla. Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar nema með mekanískum innspýtingum.

 

Bensínleiðslur

Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”. Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu.

 

Bensíntankur

Bensíntankur verður að taka sam magn og original tankur. Ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek og/eða 120mph má nota “eldsneytissellu”

 

Eldsneiti

Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft. Öll bensínbætiefni leyfð.

 

KVEIKIKERFI

 

Kveikja

Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu. “Crank trygger” er bannað. Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart. Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.

 

ÚTBLÁSTURSKERFI

 

Flækjur

Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar. Safnari á pústflækjum (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

 

Pústkerfi

Leyfilegt er að fjarlægja pústkerfi í keppni

 

GÍRKASSI

 

Gírkassi

Nota má hvaða beinskiptan fólksbílakassa sem er. “Clutsh less” gírkassar bannaðir.

 

Kúpling

Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.

 

DRIFRÁS

 

Drif

Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.

 

 

 

 

BÚKKAR & FJÖÐRUN

 

Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er. Staðsettningarpunktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá verksmiðju Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt. Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

 

Búkkar

Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

 

Demparar

Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

 

YFIRBYGGING

 

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri útliti úr verksmiðju. Allar léttingar og plast verða að vera með upprunalegt útlit, eina undantekning er húdd. Nota má plast hluti séu þeir eins í útliti og original (á ekki við um húdd). Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf. Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar. Undantekning frá þessu eru trefjaplast “roadster” yfirbyggingar (kit)

 

Innrétting

Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda. Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu. Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.

 

Grind

Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

 

Stýri

Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skifta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm). Á ekki við um “Kit” bíla

 

DEKK & FELGUR

 

Felgur

Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð. Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

 

Dekk

Slikkar leyfðir, stærð þeirra má ekki vera meiri en 28” X 9”.
Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.
Öll dekk verða að vera fyrir innan innri brún bretta.
Ofangreint gildir líka um framdekk.