OF Flokkur (OF)

 

Opinn flokkur

Kennitími er valinn með því að slagrími vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA-pund, 454gr.=1pund) pund á rúmtommu.

Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster.

Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.

Dæmi: a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek b)3200 pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek

1.  Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Tjúnning breytir ekki kennitíma.
2.  Allir gírkassar og skiptingar leyfðir.
3.  Bensín og alkahól leyft.
4.  Nitro leyft.
5.  Allar breytingar leyfðar.
6.  Ef ökutæki séu með hærra hlutfall en 10 pund/cid fær ökutæki kennitímann 9.00 sek
7.  Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir.

8.  OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
9.  Skuli ökutæki fara niður fyrir kennitímann sinn lækkar kennitíminn í samræmi við það sem að gerist í COMP (Competition) flokknum

10. OF er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna)