OF flokkur (OF)
Opinn flokkur
Allar vélar og vélastillingar eru leyfilegar.
Allir gírkassar og skiptingar eru leyfilegar.
Allir aflaukar eru leyfilegir.
Allt bensín og alkóhól er leyfilegt.
Nitro er leyfilegt.
Allar breytingar leyfilegar.
Kennitími
Ákvarðaður er kennitími fyrir hvert keppnistæki sem tekur mið af heildarþyngd keppnistækis ásamt keppanda sem mæld er í pundum (pund=454 gr.), slagrými vélar mældu í kúbiktommum og reiknuðum aflstuðli hestafla fyrir hverja kúbiktommu vélar.
Aflstuðull er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu:
(2,5 – (slagrými / 1000))
Hestöfl eru fundin með eftirfarandi reikniformúlu:
(aflstuðull * slagrými) = ((2,5 – (slagrými / 1000)) * slagrými)
Kennitími fyrir áttungsmílu er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu:
(þyngd / hestöfl) ^ (1/3) * 3,67
Kennitími fyrir kvartmílu er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu:
((þyngd / hestöfl) ^ (1/3) * 3,67) / 0,64
Fari keppnistæki niður fyrir kennitíma í keppni þá lækkar kennitíminn strax í næstu ferð. Kennitími lækkar varanlega um 20% af frávikinu í hvert sinn sem farið er undir kennitíma, námundað við 1/100 hluta úr sekúndu. Nýr kennitími keppnistækis ákvarðast sem reiknaður kennitími að frádreginni varanlegri lækkun. Sjá töflu sem sýnir frávik og varanlega lækkun kennitíma.
Frávik |
Lækkun |
0,010-0,049 sek |
0,00 sek |
0,050-0,099 sek |
0,01 sek |
0,100-0,149 sek |
0,02 sek |
0,150-0,199 sek |
0,03 sek |
0,200-0,249 sek |
0,04 sek |
0,250-0,299 sek |
0,05 sek |
0,300-0,349 sek |
0,06 sek |
0,350-0,399 sek |
0,07 sek |
0,400-0,449 sek |
0,08 sek |
0,450-0,499 sek |
0,09 sek |
0,500-0,549 sek |
0,10 sek |
.... og svo frv. |
Dæmi:
Þyngd keppnistækis er 2.045 pund og slagrými vélar er 598 kúbiktommur.
Kennitími = (2045 / ((2,5 – (598 / 1000)) * 598)) ^ (1/3) * 3.67 = 4,46 sek
Þyngd keppnistækis er 2.410 pund og slagrými vélar er 421 kúbiktommur.
Kennitími = (2045 / ((2,5 – (421 / 1000)) * 421)) ^ (1/3) * 3.67 = 5,14 sek