OF​ ​flokkur​ ​(OF)
Opinn​ ​flokkur

Allar​ ​vélar​ ​og​ vélastillingar​ eru ​leyfilegar.
​Allir​ ​gírkassar​ ​og​ ​skiptingar​ ​eru leyfilegar.

Allir aflaukar eru leyfilegir.
Allt bensín​ ​og​ ​alkóhól​ ​er leyfilegt.

Nitro​ ​er leyfilegt.
Allar​ ​breytingar​ ​leyfilegar.

Kennitími
Ákvarðaður er kennitími fyrir hvert keppnistæki sem tekur mið af heildarþyngd keppnistækis ásamt keppanda sem mæld er í pundum (pund=454 gr.), slagrými vélar mældu í kúbiktommum og reiknuðum aflstuðli hestafla fyrir hverja kúbiktommu vélar.
Aflstuðull er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu:
(2,5 – (slagrými / 1000))
Hestöfl eru fundin með eftirfarandi reikniformúlu:
(aflstuðull * slagrými) = ((2,5 – (slagrými / 1000)) * slagrými)
Kennitími fyrir áttungsmílu er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu: 
(þyngd / hestöfl) ^ (1/3) * 3,67
Kennitími fyrir kvartmílu er fundinn með eftirfarandi reikniformúlu:
((þyngd / hestöfl) ^ (1/3) * 3,67) / 0,64

Fari keppnistæki ​niður​ ​fyrir​ kennitíma ​í keppni þá ​lækkar​ ​kennitíminn strax í næstu ferð. Kennitími lækkar varanlega um 20% af frávikinu í hvert sinn sem farið er undir kennitíma, námundað við 1/100 hluta úr sekúndu. Nýr kennitími keppnistækis ákvarðast sem reiknaður kennitími að frádreginni varanlegri lækkun. Sjá töflu sem sýnir frávik og varanlega lækkun kennitíma.

Frávik

Lækkun

0,010-0,049 sek

0,00 sek

0,050-0,099 sek

0,01 sek

0,100-0,149 sek

0,02 sek

0,150-0,199 sek

0,03 sek

0,200-0,249 sek

0,04 sek

0,250-0,299 sek

0,05 sek

0,300-0,349 sek

0,06 sek

0,350-0,399 sek

0,07 sek

0,400-0,449 sek

0,08 sek

0,450-0,499 sek

0,09 sek

0,500-0,549 sek

0,10 sek

.... og svo frv.

 

 

Dæmi:
Þyngd keppnistækis er 2.045 pund og slagrými vélar er 598 kúbiktommur.
Kennitími = (2045 / ((2,5 – (598 / 1000)) * 598)) ^ (1/3) * 3.67 = 4,46 sek

Þyngd keppnistækis er 2.410 pund og slagrými vélar er 421 kúbiktommur.
Kennitími = (2045 / ((2,5 – (421 / 1000)) * 421)) ^ (1/3) * 3.67 = 5,14 sek