OS Flokkur

 

 FLOKKSLÝSING

OS (Ofur Sport) Flokkur fyrir bíla með 3-6 strokka vélar. Bílar sem eru á númerum skulu vera löglegir til götuaksturs með rétta skoðun. Allur búnaður bílsins í keppni skal standast skoðun að undanskyldum dekkjum og pústkerfi. Leyft er að sleppa númerinu en þá verður keppnisstjórn að taka út öryggismat á bílnum fyrir hverja keppni og einnig allanvega einu sinni af löggildri umferðastofa það keppnisár þá fyrir fyrstu keppni sem faratæki er skráð í. Ræst skal á jöfnu með "full tree" Merking: OS/númer. Einungis skal vikta sigurvegara eftir hvern keppnisdag.

 

Lágmarks leyfð eigin þyngd (bíll og ökumaður)

FWD Þyngdir án power adders FWD (minni en 1750cc) 770kg FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc) 830kg FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 900kg FWD (stærri en 2850cc ) 960kg

FWD þyngdir með power adders FWD (minni en 1750cc) 860kg FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc) 930kg FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 1000kg FWD (stærri en 2850cc ) 1070kg

AWD/RWD þyngdir án power adders AWD/RWD (minna en 2300cc) 920kg AWD/RWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc eða 2 rotors) 990kg AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1050kg

AWD/RWD Þyngdir með power adders AWD/RWD (minna en 2300cc) 1030kg AWD/RWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc eða 2 rotors) 1100kg AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1170kg

 

VÉL

 Frjálst val um fjöldaframleiddar fjórgengisvélar með 3-6 cylendra eða rotary vélar með 2 brunahólf. Allar tjúningar leyfðar. Hámark ein vél í hverjum bíl. Vél skal þó vera á OEM/upprunalegum stað í bílnum (leyfilegt að færa og snúa vél en hún skal vera undir upprunalegri vélarhlíf).

 

ÚTBLÁSTURSKERFI

Frjálst val. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

 
DRIFRÁS

Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar. Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

 

GRIND

Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Skal vera með OEM/upprunnalegt gólf og eldvegg , styrkingar má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má breyta grind til að koma stærri dekkjum að. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf

 

HÆÐ YFIR JÖRÐU

Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm). Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

 

HJÓLBARÐAR

Skulu vera fjöldaframleidd bíldekk sem seld eru almenningi, ætluð hvort sem er til vegaaksturs eða utanvegar. Bannað er að fjarlægja merkingar á dekkjum.

 

FELGUR

Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13"

 

KLÆÐNING

Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Breyta má og bæta við mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skilur eftir sig. Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

 

YFIRBYGGING

Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakanta, lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.

 

BRETTI

Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.

 

HVALBAKUR

 Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt. Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.

 

GÓLF

Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf. Öll nýsmíði verður að vera úr samskonar efnum og upprunalegt var.

 

GÖTUBÚNAÐUR

Öll lögbundin ljós skulu vera virk ef bíll er á númerum, fjarlægja má ljós fyrir utan afturljós fyrir bremsur ef bíl er númeralaus. Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má miðstöð og loftkælingu. Sleppa má þurrkum ef bíllinn er númeralaus.

  

RAFGEYMAR

Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Ef sýrugeymir er staðsettur í ökumannsrými skal hann vera í viðurkenndum, loftþéttum kassa með öndun út fyrir ökumannsrými. Rafgeymar skulu vera vel festir

 

HÖFUÐROFI

Höfuðrofi er skylda í öllum bílum sem hafa rafgeymi á öðrum stað en upprunalega, æskilegur annars.

  

STAÐSETNING ÖKUMANNS

Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomandi ökutækis.