RS Flokkur

 

FLOKKSLÝSING

 

RS (Rally Sport): Flokkur fyrir bíla með 3 til 6 strokka véla og slagrúmtak upp að 4500cc.

Ef Bílar eru með forþjöppu, nitro eða Wankel vél þá uppreiknast slagrúmtak sjá í vélarkafla.

Einn aflauki leifður.

Flokkurinn takmarkast við að bílar fari ekki niður fyrir tímann 11.49 sek

Allir bílar verða að vera á númerum og með löglega skoðun.

 

VÉL

Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr Golf MK2 í Golf MK2) Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.

Ef bílar eru með forþjöppu eða nitro uppreiknast slagrúmtak með 1,7 s.s. 2500cc*1,7=4250cc ef um Wankel vél er að ræða þá uppreiknast slagrúmtak með 2,2 s.s. 1300cc*2,2=2860cc og ef um er að ræða Wankel með forjöppu eða nitro þá uppreiknast slagrúmtak með 3,74 s.s. 1100cc*3,74= 4114cc.

 

Bensíntankur

Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi.

 

Eldsneyti

Aðeins það eldsneyti sem að er í almennri dreifingu á eldsneytisútsölustöðum á Íslandi. Bensínbætiefni bönnuð.

 

Púströr

Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Sverleiki á rörum má ekki vera meiri en 4" (10,16cm) á einföldu kerfi og 3" (7,62cm) á tvöföldu kerfi. Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.

 

Hljóðkútar

Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunarstöð. Aðeins fjöldaframleiddir hljóðkútar leyfðir.

 

Fjöðrun

Fjöðrum og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl. Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju. Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun. Staðsetning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika fjaðra, gorma vindustanga osf…. Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.

 

Búkkar

Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link", nema að bíllinn hafi komið upprunalega með svoleiðis búnaði frá framleiðanda. Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

 

Yfirbygging

Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar eru á almennum markaði og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl. Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf

 

Innrétting

Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þmt teppi stóla klæðning osf… Skipta má út framstólum fyrir keppnistóla(mælt er með að það sé gert) sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.

 

Felgur

Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.

 

Dekk

Bílar með drifi að framan mega nota slikka. Bílar með drifi að aftan mega nota “DOT” merkta götuslikka. Fjórhjóladrifsbílar mega aðeins nota venjuleg götudekk. Öll "soft compound" dekk hvort sem það eru slikkar eða götuslikkar, "radial" eða "diagonal" eru bönnuð á bílum með drifi á öllum hjólum. Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.

 

Ökumaður

Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal

 

Hjálpartæki

Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.