SE flokkur

 

GÖTUBÍLAFLOKKUR

 

FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra) sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum: Ökutæki með vélarstærð að 415 cid, skulu vera lágmark 1350kg. Ökutæki með vélarstærð yfir 415 cid, skulu vera lágmark 1550kg. Hámarks vélarstærð 515 cid.

 

VÉL

Skal vera bílvél.

 

ÚTBLÁSTURSKERFI

Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi. Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir. Hámarks sverleiki röra er 4".

 

ELDSNEYTISKERFI

Fjarlæga má upprunalegan eldsneytistank. Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell). Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis. Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli. Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá eldsneytissellu að vera í kassa og einangraður frá selluni. Leggja má nýar eldsneytisleiðslur og nota má þann sverleika sem þurfa þykir. Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi. Gera má þró (sump) í eldsneytistank.

 

ELDSNEYTI

Nítró gas N2O (glaðloft), nitromethane og alkohól bannað.

 

VÖKVAYFIRFALL

Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.

 

FORÞJÖPPUR

Bannaðar nema að þær hafi komið á bílnum frá framleiðanda eða með samþykki hans frá umboði. Sé svo þarf viðkomandi forþjappa hvort sem um er að ræða kefla eða afgasforþjöppu að vera sömu gerðar og stærðar og sú upprunalega, en þarf ekki að vera frá sama framleiðanda.

 

INNGJÖF

Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.

  

BREMSUR OG FJÖÐRUN

 

STÝRI

Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minnsta stærð á stýrishjóli er 13" (33,02cm). Breyta má frá "power"stýri yfir í "manual" og öfugt. Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.

 

FJÖÐRUN

Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt. Breyta má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin. Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl. Einn virkur höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.

  

GRIND

  

STUÐARAR

Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda. Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir

 

GRIND

Grind skal vera upprunalegeða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum. Styrkingar á grind leyfðar. Tengja má grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig. Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.

 

HÆÐ FRÁ JÖRÐU

Minnsta hæð frá jörðu er 3" (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12"(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla. Síðan 2"(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.

 

HJÓLBARÐAR OG FELGUR

 

HJÓLBARÐAR

Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með löglegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarstöðum og tæknimönnum KK. Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5..

 

INNRÉTTING

Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda. Skipta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu. Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skipti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.

 

BODDÝSTÁL

Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði. Það sama á við um ál. Magnesíum er bannað.

 

KLÆÐNING

Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.

 

YFIRBYGGING

 

YFIRBYGGING

Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan. Trefjaplast samstæður bannaðar. Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera úr sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda. Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.

 

 

BRETTI

Allir bílar verða að vera með samskonar bretti og þeir komu með úr verksmiðju. Innribretti verða að upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original. Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra. Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.

 

GÓLF

Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.

 

RÚÐUR

Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.

 

RAFKERFI

 

KVEIKIKERFI

Allar tegundir kveikikerfa leyfðar. Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box). Ef notaðar eru Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér þegar svissað er af honum með straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.

 

STUÐNINGSFLOKKUR

 

DRÁTTARTÆKI

Dráttartæki bönnuð.

 

ÖKUMAÐUR

 

STAÐSETNING ÖKUMANNS

Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.