Skoðunardagur Kvartmíluklúbbsins 2014


Við minnum alla félagsmenn á árlegan skoðunardag KK sem verður haldinn hjá Frumherja, Dalshrauni 5, Hafnarfirði, laugardaginn 24. maí.

Skoðunarstöðin opnar kl. 10:00 og verður opin til kl. 14:00

Frumherji býður upp á pylsur og eitthvað fleira í hádeginu.

Þessi dagur er aðalega hugsaður fyrir tryllitækin og rùntarana og verður sérstaklega gott verð á skoðun fyrir þá, aðeins 2500kr.  Einnig verður hægt að koma með heimilsbìlinn og fæst þá 50% afsláttur frá venjulegu skoðunargjaldi af honum.

 

Það verður maður á staðnum frá KK og verður því hægt verður að skrá sig í klúbbinn og njóta kostakjara við skoðun hjá Frumherja þennan dag.

 

Við vonum að sem flestir fjölmenni með sín tryllitæki og geri sér glaðan dag með okkur!