Frestun á fyrstu umferð íslandsmótsins í kvartmílu


Stjórn KK hefur tekið þá ákvörðun að fresta þessari keppni.
Þar sem að framkvæmtir við brautina hafa ekki gengið eins vel og vonast var til er brautin ekki tilbúinn til keppni.
Keppinni verður frestað aftur fyrir keppnistímabilið og verður dagsetning á henni gefin út síðar.
 
Við vonum að allir sýni þessu skilning.  Stefnt er á að koma brautinni í gagnið sem fyrst.
 
Stjórn KK