Þriðja umferð íslandsmótsins í kvartmílu - úrslit


 Laugardaginn 25. júlí fór fram 3 umferð íslandsmótsins í kvartmílu.
Dagurinn byrjaði vel en því miður tókst ekki að klára alla flokka vegna rigningar sem ákvað að láta sjá sig seinni partinn.
Vegna þessarar rigingar var einungis hægt að klára 3 flokka af 5. Þeir tveir flokkar sem eftir voru, breyttur hjóla flokkur sem átti eftir úrslitaferðir og street flokkur var byrjaður í úrslitaferðum og var staðan þar 1-1 og því einungis hrein úrslitaferð eftir.
Þessar úrslitaferðir verða kláraðar á næsta íslandsmóti, sem fer fram 29 ágúst.
 
Eitt nýtt íslandsmet var sett í G+ hjólaflokki og var þar á ferð Guðmundur ''púki'' Guðlaugsson. Tíminn var 9,432 sek á 153,64 mílum. Við óskum honum til hamingju með þetta stórglæsilega met.
 
Úrslit dagsins í þeim flokkum sem hægt var að klára:
G+
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Birgir Kristinsson
TS
1. Garðar Ólafsson
2. Daníel G. Ingimundarson
OF
1. Harrý Þór Hólmgeirsson
2. Leifur Rósenbergson
 
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
 
Í hléi og eftir keppni skemmtu svo nokkrir glæsilegir driftarar okkur á nýju hringakstursbrautinni.  Fannar, Atli, Birgir, og Jökull stóðu sig eins og hetjur og vígðu brautina með glæsibrag, og miðað við ánægju þeirra virðist brautin hafa heppnast mjög vel.
 
Kvartmíluklúbburinn þakkar öllum fyrir góðan dag á brautinni.  Nú er verið að vinna í skipulagi fyrir ágústmánuð, og það er nokkuð víst að hringaksturinn verði opnaður fyrir æfingar fyrir klúbbmeðlimi KK.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að keyra á brautinn að fylgjast vel með síðum klúbbsins, bæði hér á heimasíðunni, spjallinu okkar og einnig á facebook.  Allar æfingar verða auglýstar á þessum stöðum.
 
Næsta íslandsmót fer fram 29. ágúst og mánudaginn 10 ágúst verður opinn æfingardagur fyrir mótorhjól á kvartmílubrautinni, þar sem MSÍ býður öllum sem eiga hjól, galla og hjálm að prufa að keyra kvartmílu.