Félagsfundur 16. janúar 2016


Félagsfundur 16. janúar 2016 kl. 14:00 í félagsheimili Kvartmíluklúbbsins.

Félagsfundur þar sem að farið verður yfir hugmynd að nýju fyrirkomulagi í kvartmílunni á Íslandi - OUTLAW - Listinn.

Einnig er tilvalið fyrir félagsmenn að koma í björtu og skoða breytinguna sem er að eiga sér stað á akstursíþróttasvæði klúbbsins.

Búið er að slétta út hraunið fyrir 3. áfanga hringakstursbrautar.

Jarðvegsefni hefur verið keyrt í manir, öryggis- og áhorfendasvæði auk þess sem að verið er að ryðja út 50-60m breiða rás í hraunið fyrir sandspyrnubraut klúbbsins, sem verður um 300-400m löng.

Sjá Facebook atburð:
https://www.facebook.com/events/1079104862129296/