Úrslit úr fyrstu umferð íslandsmótsins í kvartmílu 2016


Sunnudaginn 15 maí fór fram fyrsta umferð íslandsmótsins í kvartmílu 2016.

28 tæki mættu til leiks í íslandsmótinu og einnig voru 3 í unglingaflokk á skellinöðrum sem keyrðu með til prufu.

Brautin var í ágætist standi og gaf af sér fína tíma í dag. 

Eitt nýtt íslandsmet leit dagsins ljós í dag en það varð í B flokki og þar sett Birgir Kristinsson tímann 9,119 á 152,59 mílna hraða

Þær outlaw ferðir sem átti að keyra í dag féllu báðar niður vegna bilana í ökutækjum, þannig Daníel Guðmundsson heldur sínu sæti á listanum en Ingólfur Arnarsson færist upp um 1 sæti.

Úrslit úr íslandsmótinu:

B
1. Birgir Kristinsson
2. Grímur Helguson

G+
1. Ingi Björn Sigurðsson
2. Ragnar Már Björnsson

G-
1. Agnar Fjeldsted
2. Hilmar Þörðarson

GF
1. Elmar Þór Hauksson
2. Jens Sigursveinn Herlufsen

OF
1. Harry Þór Hólmgeirsson
2. Grétar Frankson

ST
1. Sigurður Ólafsson
2. Sigurjón M. Jóhannsson

TS
1. Garðar Ólafsson
2. Hilmar Jakobsen

 

Úrslit úr unglingaflokki.

1. Hilmar Þór Bess Magnússon
2. Sindri Már Ingimarsson

 

Einnig voru veitt veitt verðlaun fyrir besta viðbragð dagsins.  Þau verðlaun hreppti Aron Viðar Mortensen Atlason sem tók þátt í unglingaflokki og náði hann að taka af stað aðeins 0,00342 sec eftir að græna ljósið lét sjá sig, sem verður að teljast afbagðs gott viðbragð.
 

Kvartmíluklúbburinn þakkar öllum keppendum, starfsfólki og áhorfendum kærlega fyrir daginn.
Næst á föstu dagskrá klúbbsins er afmælishátið klúbbsins sem mun fara fram 4 júní og mun dagskrá hennar vera tilkynnt mjög fljótlega.
Einnig bendum við öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í æfingum á brautinni, hvort sem er í hringakstri eða kvartmílu að fylgjast með heimasíðu, feisbooksíðu eða spjalli klúbbsins.