Frestað - Bikarmót í kvartmílu - METADAGUR 17. september 2016


FRESTAÐ TIL SUNNUDAGSINS 18. september

Laugardaginn 17. september 2016 fer fram bikarmót í kvartmílu - METADAGUR

Keppnisfyrirkomulag:
Aðalkeppni
Keyrt verður ¼ míla á full tree
Keppt verður í 2 flokkum, bílar og mótorhjól
Keyrð verður sameiginleg tímataka og æfing sem mun standa í 3,5 klst. Eftir að tímatökum lýkur verður keppni keyrð með second chance fyrirkomulagi.
Keppt verður í bracket þar sem besti tíminn úr tímatökum verður fastur kennitími hjá keppendum. Leyfilegt er að fara undir kennitíma í keppninni. Sá sigrar ferðina sem er nær sínum kennitíma.
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin í báðum flokkum

Hraðkeppni
Keyrt verður 1/8 míla á pro tree
Keppt verður í 2 flokkum, bílar og mótorhjól...
Besti 1/8 tími út tímatökum raðar keppendum í sæti.
Keyrt verður second chance fyrirkomulag
Verðlaun verða veitt sigurvegara í hvorum flokk

Verðlaun verða veitt fyrir besta viðbragð dagsins, fyrir það að vera næst sínum kennitíma í keppninni og mestu bætingu á sínum besta tíma.

Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðaðan bíl/mótorhjól
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan AKÍS eða MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka en óskráð keppnistæki þurfa að vera með tryggingar

Skráningarfrestur.
Formlegri skráningu lýkur föstudaginn 16. september kl. 22:00

Keppnisgjald:
Skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
Bílar: Keppnisgjald 7.000 kr., innifalið er keppnisskírteni
Mótorhjól: Keppnisgjald 6.000 kr., innifalið er keppnisskírteni
Keppnisgjöld er hægt að greiða á tvo vegu:
Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn. Vefverslun - ttp://kvartmila.is/is/vorur
Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199 Kennitala: 660990-1199
Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda með í skýringu

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast fylltu út eftirfarandi form:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdy4iI_ihk9Dqfdscboyt2cZX2s18mRK_MgOp6c2RIUSxBeMQ/viewform

Ef vandamál koma upp með skráningu, vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan.

Dagskrá:
10:00 Mæting keppanda
10:00 Skoðun hefst
10:30 Pittur lokar
11:00 Skoðun lýkur
11:10 Fundur með keppendum
11:20 Tímatökur hefjast
14:50 Tímatökum lýkur
15:20 Keppendur mættir við sín tæki
15:30 Aðalkeppni hefst
17:00 Aðalkeppni lýkur
17:05 Hraðkeppni hefst
17:25 Hraðkeppni lýkur
17:30 Verðlaunaafhending á pallinum

Nánari upplýsingar í síma 8473217 eða í E-maili: jonbjarni@kvartmila.is