Félagsfundur 28. sept. 2016 kl. 20:00


Miðvikudaginn 28. september 2016 verður haldinn fundur fyrir félagsmenn, keppendur og starfsfólk. Húsið opnar kl 20:00 og hefst fundurinn kl 20:30

Keppnistímabilinu 2016 fer senn að ljúka og þá er tilvalið að halda fund til að fara yfir það helsta sem fór fram á keppnistímabilinu, hvað brennur á félagsmönnum, taka stöðuna og skipuleggja næsta ár.

Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir keppnistímabilið sem er að líða og einnig huga að æfingum og keppnishaldi á næsta ári.

Það verður heitt á könnunni og VÖFFLUVEISLA

Við vonum að sem flestir geti látið sjá sig.

https://www.facebook.com/events/196225500791942/