Félagsfundur þriðjudaginn 4. júlí kl. 20:00


Þriðjudaginn 4. júlí 2017 verður haldinn fundur fyrir félagsmenn og keppendur í félagsheimilinu.

Húsið opnar kl 20:00 og hefst fundurinn kl 20:30.


Keppnistímabilið 2017 er hafið og þá er tilvalið að halda almennan félagsfund og ræða málin. Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir ýmis mál sem mikilvægt er að kynna og skiptast á skoðunum.

Umræðuefni er almennt um keppnishald, æfingar, vátryggingar, keppendur og sjálfboðaliða. Á fundinn koma fulltrúar frá AKÍS og kynna nýtt mótakerfi fyrir bíla, nýtt fyrirkomulag vátrygginga og fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum m.t.t. akstursíþróttasvæða.

Kaffi, gos og kleinur

Við vonum að sem flestir sem láta sig málin varða komi og ræði málin.

https://www.facebook.com/events/115660509049206/?acontext=%7B%22source%22%3A5%2C%22page_id_source%22%3A418865878154874%2C%22action_history%22%3A[%7B%22surface%22%3A%22page%22%2C%22mechanism%22%3A%22main_list%22%2C%22extra_data%22%3A%22%7B%5C%22page_id%5C%22%3A418865878154874%2C%5C%22tour_id%5C%22%3Anull%7D%22%7D]%2C%22has_source%22%3Atrue%7D
Modify message