Önnur umferð íslandsmótsins í tímaati


Sunnudaginn 23 júlí fer fram önnur umferð íslandsmótsins í tímaati á kvartmílubrautinni

Skráningu lýkur fimmtudaginn 29. júní kl 23:59.


Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðað ökutæki
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan AKÍS/MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka

Keppnistæki:
Öll keppnistæki skulu vera skoðuð og á númerum nema í opnum flokki.
Allar tegundir af eldsneyti eru leyfðar.

Reglur fyrir bíla:
http://www.akis.is/wp-content/uploads/2017/03/T%C3%ADmaat-kappakstur.pdf

Reglur fyrir mótorhjól:
http://msisport.is/content/files/public/reglur_2016/Reglur_fyrir_timaat_og_kappakstur.pdf

Keppnisfyrirkomulag í tímaati.
Ræsir skal ræsa keppendur út úr pitti með meira en 10 sekúndna millibili. Lengd brautar ræður hve margir bílar eru á brautinni samtímis. Ef fleiri keppendur eru í flokki en þeir sem komast á brautina samtímis skal skipt í eins marga riðla og þörf er á.
Keppnin skiptist í æfingu og þrjár lotur í hverjum flokki. Æfing (15 mínútur), undanrásir (15 mínútur), niðurskurður (10 mínútur) og úrslit (8 mínútur). Lágmarks kælitími á milli lotna skal vera 15 mínútur. Allir keppendur keppa í undanrásum, sá helmingur (námunda skal upp í næstu sléttu tölu) keppenda sem nær bestum tíma keppir í niðurskurði og þrír hröðustu keppendur í úrslitum. Ef keppendur eru færri en 8 í flokki skal sleppa niðurskurði í undanrásum. Í undanrásum ræður keppnisstjóri rásröð. Í niðurskurði og úrslitum er sá keppandi sem er með besta tímann í lotunni á undan ræstur fyrst, svo sá sem er með næst besta og svo framvegis.


Flokkar fyrir bíla:
Hot wheels
Götubílar
Breyttir götubílar
Opinn götubílaflokkur
Opinn flokkur kappakstursbíla

Flokkar fyrir mótorhjól
Moto 3+ (M3)
Moto 4½ (M4)
Rookie 600 (R)
Supersport (SS)
Superbike (SB)
Supermoto (SM)


Skráningarfrestur.
Fyrri skráningu lýkur miðvikudaginn 20. júlí kl 23:00
Seinni skráningu lýkur föstudaginn 22. júlí kl 16:00 - Aukagjald kr. 2000 er innheimt við seinni skráningu.

Keppnisgjöld:
Skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
Bílar: Keppnisgjald 6.000 kr., innifalið er keppnisskírteni
Mótorhjól: Keppnisgjald 6.000 kr., innifalið er keppnisskírteni

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast fylltu út eftirfarandi form:
Bílar, skráning og greiðsla fer fram í gengum skráningarkerfi AKÍS:
http://skraning.akis.is/keppni/71

Mótorhjól, skráning fer fram á google doc en greiðsla í gengum vefverslun KK:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSelU-9fyXcKT_b-FINhJGUnnd0D46Dwsz7XU-xrPOxgyjH29w/viewform?usp=sf_link

Keppnisgjöld er hægt að greiða á tvo vegu:
Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn.
Vefverslun - http://kvartmila.is/is/vorur
Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199 Kennitala: 660990-1199
Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda með í skýringu


Dagskrá:
Mæting 13:00 - 13:30
Skoðun 13:15- 13:45
Keppendafundur 13:45
Æfing 14:00 - 14:30
Keppni 14:30 - 16:30

Nánari upplýsingar
í síma 8473217 eða jonbjarni@kvartmila.is