Ísakstur á Rauðavatni


Haldin verður ísakstursæfing fyrir bíla á Rauðavatni laugardaginn 6. janúar 2018, kl. 10:00-14:00. 

Á ísnum verður lögð braut fyrir tímaat og geta allir klúbbfélagar sem hafa reynslu af kappakstri tekið þátt. Æfingargjaldið er kr. 5.000,- og hægt er að greiða það á staðnum. Allur öryggisbúnaður þarf að vera eins og á æfingum í tímaati almennt, þar með talin hjálmaskylda ökumanns og farþega. 

Mæting í pitt er kl. 10:00 og er gert ráð fyrir að allir þátttakendur aðstoði við undirbúning og frágang á æfingarsvæðinu á ísnum og í kring.

Ekið er að pittinum frá hringtorgi við Morgunblaðshúsið og þaðan eftir vatninu að norðanverðu og til austurs.

https://www.facebook.com/events/1921797981467854/