Sandspyrna - Íslandsmót 1. umferð 2018


Íslandsmót í sandspyrnu
Laugardaginn 28. apríl 2018 fer fram 1. umferð íslandsmótsins í sandspyrnu 2018 í sandspyrnugljúfrinu á Kvartmílubrautinni. 


Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðaðan bíl/mótorhjól
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttafélagi innan AKÍS eða MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka en óskráð keppnistæki þurfa að vera með tryggingar (frjáls ábyrgðartrygging)

Þeir flokkar sem í boði fyrir bíla eru eru:...
http://www.ais.is/wp-content/uploads/2013/04/Fylgiskjal3-Sandspyrna.pdf

Fyrir hjólin eru eftirtaldir flokkar:
http://kvartmila.is/is/page/motorhjolareglur

Skráning og keppnisgjald:
Forskráningu lýkur þriðjudaginn 24. apríl kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 5.000
Almennri skráningu lýkur föstudaginn 27. apríl kl. 16:00 - keppnisgjald kr. 8.000
Innifalið í kepnisgjaldi er keppnisskírteini AKÍS/MSÍ kr. 1.000


ATH!! skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Ef vandamál koma upp með skráningu, vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan.

Keppnisfyrirkomulag:
Pro tree / second chance

Dagskrá:
10:00 Mæting keppanda
10:00 Skoðun hefst
10:30 Pittur lokar
11:00 Skoðun lýkur
11:10 Fundur með keppendum
11:30 Tímatökur hefjast
13:20 Tímatökum lýkur
13:50 Keppendur mættir við sín tæki
14:00 Keppni hefst
16:00 Keppni lýkur - Kærufrestur hefst
16:30 Kærufrestur liðinn
17:00 Verðlaunaafhending

Nánari upplýsingar
í síma 8473217 eða með tölvupósti: jonbjarni@kvartmila.is