Vátryggingar óskráðra ökutækja


 

• Kvartmíluklúbburinn hefur nú vátryggt hjá Vátryggingafélaginu Verði öll óskráð ökutæki sem taka þátt í keppnum og æfingum á Kvartmílubrautinni, akstursíþróttasvæði okkar við Álfhellu. Um er að ræða ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila en ekki er innifalin slysatrygging ökumanns.

• Óskráð ökutæki þurfa að hafa grindarnúmeri frá akstursíþróttasamböndunum AKÍS eða MSÍ.

• Keppnisgjald óskráðra ökutækja hækkar um 2.500 kr. í hverri keppni. Ekki verður innheimt aukagjald þegar óskráð ökutæki taka þátt á brautardögum eða æfingum.

• Skráð ökutæki þurfa áfram tryggingarviðauka við lögbundna ábyrgðartryggingu sem heimilar þátttöku í aksturskeppni.