Eldvarnir - meðferð slökkvitækja


Kvartmíluklúbburinn boðar til æfingar á meðferð handslökkvitækja fimmtudaginn 26. júlí kl.20:00 í félagsheimilinu á Kvartmílubrautinni, Hafnarfirði.

Farið verður yfir eiginleika og beitingu slökkvitækja ásamt atriðum sem hafa þarf í huga við eld í ökutækjum. Æfingin er tvíþætt. Annars vegar bókleg yfirferð og hins vegar verkleg. Þátttakendur þurfa að vera klæddir til að vera úti og í fatnaði sem hentar í kringum lifandi eld!
 
Þátttaka á þessari æfingu er forsenda þátttöku í fyrirhugaðri æfingu með Slökkviliði Höfuðborgarsvæðins á næstunni þar sem kveikt verður í ökutæki og æfð viðbrögð og handtök við slökkvistarf.