Verðlaunapallar smíðaðir fyrir Kvartmíluklúbbinn


Í sumar auglýstum við eftir því hvort að einhver gæti hjálpað klúbbnum við að gera verðlaunapalla. 
Símon Grétar Rúnarsson hafði samband við okkur og sendi til okkar tillögu að verðlaunapöllum sem okkur leist vel á. Að eigin frumkvæði fékk hann vinnuveitanda sinn, Geislatækni ehf. til að styrkja verkefnið með efni og aðstöðu. Þá hafði hann samband við Pólýhúðun ehf. sem pólýhúðaði pallana með gulum lit klúbbsins án endurgjalds. Frábært framtak og er Kvartmíluklúbburinn afar þakklátur fyrir. Við þökkum Símoni, Geislatækni og Pólýhúðun fyrir velviljann og stuðninginn. 


Verðlaunapallarnir verða vígðir á sandspyrnukeppninni næsta laugardag.