Kynning í Borgarholtsskóla


Haldin var kynning á klúbbnum fyrir nemendur í bíliðngreinum í Borgarholtsskóla í dag.

 Var farið létt yfir sögu klúbbsins og sagt frá starfinu ásamt þvi að nemendum gafst kostur á þvi að skoða þrjú keppnistæki, tvö mótorhjól og einn dragster.
Það var mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna klúbbinn fyrir þessum nemendum og er það von okkar að einhverjir þeirra eigi eftir að taka þátt í starfi klúbbsins sem keppendur, sjálfboðaliðar eða áhorfendur.