EUROL þolaksturskeppni KK 2019


EUROL þolaksturskeppni KK er bikarmót sem fer fram laugardaginn 27. júlí 2019 á Hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins.


Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini og félagsskírteini
Skoðað ökutæki
Hjálm og keppnisgalla
Vera meðlimur í akstursíþróttafélagi innan AKÍS
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka

Tuttugu bílar keppa við klukkuna og hvern annan á sérbyggðri keppnisbraut í Kapelluhrauni.

Keppnin stendur í 3 klukkustundir samfellt. 
Sá vinnur keppnina sem ekur flesta hringi á þeim tíma.
Keppendur taka þrjú 10 mínútna aksturshlé.
Að auki er þeim frjálst að aka í pitt hvenær sem þurfa þykir.
Heimilt er að setja eldsneyti á ökutæki í pittstoppi en ekki aksturshléi.
Dekkjaskipti eru ekki leyfð.

Skráning og keppnisgjöld.

Almennri skráningu lýkur miðvikudaginn 17. júlí kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 10.000 
Eftirskráningu lýkur fimmtudaginn 25. júlí kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 13.000 

Innifalið í keppnisgjaldi er keppnisskírteini til AKÍS kr. 1.000
Skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd


DAGSKRÁ
11:00 Keppendur mæta á brautina og undirbúningur hefst
11:15 - 12:30 Pittur lokar - skoðun ökutækja fyrir keppni
12:15 Keppendur funda með starfsmönnum
13:00 Keppni hefst
16:00 Keppni lýkur
17:00 Verðlaunaafhending