Torfæra - Íslandsmót 2020 lokaumferð


Torfæra Íslandsmót 2020 4. umferð fer fram 3. október kl. 11:00 á torfærusvæði KK á Kvartmílubrautinni við Álfhellu. 

 


Til samræmis við 5. gr auglýsingar heilbrigðisráðherra dags. 3. september 2020 er heimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum með skilyrðum. AKÍS hefur gefið út reglur um sóttvarnir á viðburðum með nánari upplýsingum um aðgreiningu hólfa fyrir áhorfendur. Sett verða upp fimm aðskilin hólf fyrir áhorfendur á torfæruviðburðinum með nægilegum aðskilnaði og salernum í hverju þeirra. 
Einungis verður hægt að kaupa aðgöngumiða í forsölu í netverslun Kvartmíluklúbbsins.

Miðasala fer fram í netverslun Kvartmíluklúbbsins 

https://kvartmila.is/is/product/torfaera-3-oktober-adgongumidi