Þolaksturskeppni KK fer fram á hringakstursbraut klúbbsins sunnudaginn 31. ágúst klukkan 13:00.

Keppt er í hraðakstri á lokaðri akstursbraut. Sigurvegari keppninnar er sá eða sú sem lýkur flestum hringjum á þremur klukkustundum.

Ekið er rangsælis um brautina sem er 2,4 km löng. Brautin hæfir öllum gerðum fólksbíla. Hægt er að taka þátt á allt frá óbreyttum fólksbílum upp í mikið breytta fólksbíla fyrir hraðakstur.

Keppnin stendur í 3 klukkustundir samfellt. Á hverri klukkustund þarf að taka 10 mínútna skilyrt pittstopp. Ökumaður ræður hvenær stoppið er tekið innan hverrar klukkustundar og getur því stýrt því þannig að það sé tekið þegar best hentar hverjum og einum.

Hverju ökutæki mega allt að þrír ökumenn aka saman. Hver ökumaður má þó aðeins aka einu ökutæki í keppninni. Til að jafna leikinn á milli mis öflugra ökutækja er aðeins heimilt að keppa á sumardekkjum með Treadwear 220 eða hærra. Það þýðir að slikkar eða mjúk keppnisdekk eru ekki heimil. Með þessu móti verður keppnin jafnari á milli ólíkra- og mis kraftmikilla ökutækja.

Ökumenn verða að vera í að lágmarki tveggja laga eldheldum keppnisgalla með viðeigandi viðurkenningu frá FIA eða SFI. Hjálmur þarf einnig að vera með FIA eða SFI viðurkenningu.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 28. ágúst 2025 klukkan 17:00. Keppendafundur verður svo haldinn að kvöldi fimmtudags klukkan 20:00.

Allar nánari upplýsingar um reglur, dagskrá og fyrirkomulag er að finna á skráningarsíðu keppninnar á vef AKÍS https://mot.akis.is/keppni/516

Shopping Cart