King of the Street / Outlaw King

Kvartmíluklúbburinn heldur King of the Street / Outlaw King, bikarmót í áttungsmílu á kvartmílubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 20. ágúst 2022.

Keppnisfyrirkomulag
Áttungsmíla, ræst á jöfnu, Pro Tree ljós, Second chance uppröðun
Í götubílaflokki og götuhjólaflokki skulu ökutæki vera götuskráð og á skráningarnúmerum – það er horft framhjá dekkjum, pústi, rúðuþurrkum og miðstöð á keppnisdegi.
Engir tímamiðar verða sýndir í keppninni – ekki á pittprentara, kappakstur.is eða á tímaskiltum. Einungis birtist ljós á tímaskiltum sem sýna hvoru megin sigurvegari er.
Raðað er upp í eitt útsláttartré í hverjum flokki eftir viðbragðstíma í einni uppröðunarferð í byrjun keppni.
Mæting í keppni í síðasta lagi kl. 13:00
Skráðir ökumenn geta mætt á Test ‘n’ Tune sama dag kl. 11:00 og keyrt æfinguna.

King of the Street – götubílar
SKRÁNINGARSKYLDA OG Á NÚMERUM
(Horft er framhjá dekkjum, pústi, rúðuþurrkum og miðstöð.)
HEADS UP
PROTREE
SECOND CHANCE
UPPRÖÐUM Í TRÉ SKV. VIÐBRAGÐSTÍMA
Veitt verða bikarverðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti fyrir götubíla.
Jafnframt verða veitt fleiri verðlaun:
Hvaða bíll kemst lengst í keppninni eftir vélastærð 8+cyl, 6cyl, 4cyl
Hvaða 4×4 bíll kemst lengst í keppninni.
Farandbikar sigurvegara sem geymdir verða í félagsheimilinu.
Peningaverðlaun miðast við fjölda ökumanna í keppninni

King of the Street – götuhjól
SKRÁNINGARSKYLDA OG Á NÚMERUM
HEADS UP
PROTREE
SECOND CHANCE
UPPRÖÐUM Í TRÉ SKV. VIÐBRAGÐSTÍMA
Veitt verða bikarverðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti götuhjóla.
Jafnframt verða veitt fleiri verðlaun
Hvað hjól kemst lengst í keppninni eftir vélastærð 1cyl, 2cyl+
Farandbikar sigurvegara sem geymdir verða í félagsheimilinu.
Peningaverðlaun miðast við fjölda ökumanna í keppninni.

Outlaw King – ofurbílar og óskráðir
HEADS UP
PROTREE
SECOND CHANCE
UPPRÖÐUM Í TRÉ SKV. VIÐBRAGÐSTÍMA
Veitt verða bikarverðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í keppnisflokknum.
Farandbikar sigurvegara sem geymdur verður í félagsheimilinu.
Peningaverðlaun
1. sæti kr. 60.000 – 2. sæti kr. 20.000 – 3. sæti kr. 10.000

Jafnframt verða veitt fleiri verðlaun
Besti 1/8 tími í keppninni á bíl með „small tire“
Besti 1/8 tími í keppninni á bíl með „big tire“
Besti 1/8 tími í keppninni á mótorhjóli
Besti viðbragðstími bíls í uppröðunarferð.
Besti viðbragðstími hjóls í uppröðunarferð.

Shopping Cart