Komdu að keyra með okkur

Kvartmíluklúbburinn býður félagsmönnum sínum afburða aðstöðu til að stunda flestar greinar akstursíþrótta í öruggu umhverfi sem sniðið er að þörfum þeirra. Keppnis- og æfingasvæði klúbbsins er í stöðugri þróun og á því er rekið öflugt starf sem opið er öllum félagsmönnum.

Í dag er aðstaða til að stunda þessar greinar akstursíþrótta á svæði klúbbsins:

  • Spyrna (1/4, 1/8 og sandspyrna)
  • Kappakstur
  • Tímaat
  • Þrautaat
  • Drift
  • Torfæra
  • Gokart

Hringakstur mótorhjóla alla þriðjudaga frá maí til loka ágúst

Hringakstur bíla alla miðvikudaga frá maí til loka ágúst

Spyrna fimmtudaga frá júní til ágúst þegar veður leyfir

Shopping Cart