Heillaóskakveðja og forpöntun á 50 ára afmælisriti Kvartmíluklúbbsins

kr. 9.900

Forpöntun á 50 ára afmælisriti og heillaóskakveðja með nafni félagsmanns árituðu í 50 ára afmælisritið

Flokkur:

Kvartmíluklúbburinn 50 ára!

Ágæti félagi.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að klúbburinn okkar, KVARTMÍLUKLÚBBURINN, á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður gefin út saga klúbbsins í máli og myndum og viljum við hér með bjóða þér að gerast áskrifandi að bókinni, sem kemur út um mánaðamótin október/nóvember 2025.

Þér býðst að senda klúbbnum heillaóskakveðju, en nöfn áskrifenda verða rituð aftast í bókinni.

Verð bókarinnar í forsölu með heillaóskakveðju er kr. 9.900,-

Það er okkur mikilvægt að þau sem vilja eignast bókina gangi strax frá áskriftinni, enda mun prentupplag bókarinnar taka mið af áskrifendafjöldanum.

Með þökk fyrir stuðninginn og afmæliskveðju til allra félagsmanna klúbbsins frá upphafi!

Shopping Cart