Námskeið í götuakstri mótorhjóla

kr. 25.000

Hentar þeim sem vilja bæta getu og öryggi í akstri á malbikuðum vegum

Flokkur:

Námskeiðið verður haldið 16. til 18. júní á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði.

Á námskeiðinu verður bæði farið yfir tæknileg atriði í kennslustofu, sem og æft á brautarsvæði Kvartmíluklúbbsins.
Námskeiðið hentar öllum tegundum hjóla sem aka á götum.
Farið er yfir atriði sem tryggja betri skilning á beygjum, notkun bremsu, líkamsstöðu á hjóli, virkni fjöðrunarkerfis, mat á mismunandi aðstæðum, meðferð og mat á ástandi dekkja, osfrv.

Þátttakendur komi á eigin mótorhjólum.

Dagskrá
Föstudagur 16. júní kl. 19 til 21
Fyrirlestur og kennsla í félagsheimili Kvartmíluklúbbsins

Laugardagur 17. júní kl. 10 til 15
Fyrirlestur og kennsla í félagsheimili Kvartmíluklúbbsins
Kennsla í tæknilegum atriðum á braut
Tekið er stutt hádegishlé

Sunnudagur 18. júní kl. 10 til 12
Kennsla í tæknilegum atriðum á braut

Leiðbeinendur verða Ingólfur Snorrason og Jóhann Leví Jóhannsson

 

Shopping Cart