Námskeið í götuakstri með Ingólfi og Jóhanni Leví

kr. 30.000

Hentar þeim sem vilja bæta getu og öryggi í akstri á malbikuðum vegum

Flokkur:

Námskeiðið verður haldið 14. til 16. júní á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði.

Leiðbeinendur verða Ingólfur Snorrason og Jóhann Leví Jóhannsson.
Þetta er í þriðja sinn sem Ingó og Jóhann halda námskeið í götuakstri mótorhjóla hjá Kvartmíluklúbbnum en námskeiðin voru einstaklega vel heppnuð 2022 og 2023. Þrír dagar, fullir af fróðleik um aðstæður, aksturslínur, líkamsbeitingu, mótorhjólin sjálf, og persónulegar upplýsingar fyrir hvern og einn þátttakanda. Ingó og Jóhann eru búnir að æfa og keppa hjá KK til fjölda ára, einnig æfa og keyra á brautum um Evrópu og læra hjá þekktum nöfnum eins og Jeremy Hill og Ian Hutchinson.

Á námskeiðinu verður bæði farið yfir tæknileg atriði í kennslustofu, sem og æft á brautarsvæði Kvartmíluklúbbsins.
Námskeiðið hentar öllum tegundum hjóla sem aka á götum.
Farið er yfir atriði sem tryggja betri skilning á beygjum, notkun bremsu, líkamsstöðu á hjóli, virkni fjöðrunarkerfis, mat á mismunandi aðstæðum, meðferð og mat á ástandi dekkja, osfrv.

Þátttakendur komi á eigin mótorhjólum.

Dagskrá
Föstudagur 14. júní kl. 19 til 21
Fyrirlestur og kennsla í félagsheimili Kvartmíluklúbbsins

Laugardagur 15. júní kl. 10 til 15
Fyrirlestur og kennsla í félagsheimili Kvartmíluklúbbsins
Kennsla í tæknilegum atriðum á braut
Tekið er stutt hádegishlé

Sunnudagur 16. júní kl. 10 til 12
Kennsla í tæknilegum atriðum á braut

 

 

Shopping Cart