Þessa dagana er Kvartmíluklúbburinn að senda félagsmönnum sínum kynningu á 50 ára afmælisriti klúbbsins með tölvupósti og SMS. Þetta er gert til að gefa öllum kost taka þátt í heillaóskakveðju og fá nafn sitt í bókina. Netföng og símanúmer eru unnin úr félagaskrá klúbbsins og er þar um að ræða núverandi og fyrrverandi félagsmenn sem og aðra velunnara.
