Aldursmörk í akstursíþróttum

Um aldursmörk unglinga í akstursíþróttum er fjallað í 21. gr. Reglugerðar um akstursíþróttir og aksturskeppnir nr. 507/2007

21. gr.Undanþága til æfinga og keppni vegna aldurs.
Með leyfi lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum umferðarlaga um ökuskírteini og lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppnir á lokuðum svæðum utan vega. Undanþága þessi gildir þó ekki um þann sem sviptur hefur verið ökurétti.
Allur akstur þar sem undanþága frá ákvæðum um ökuskírteini eða lágmarksaldur gildir skal fara fram í samræmi við verklagsreglur, sbr. 4. gr. sem leggja skal fyrir lögreglustjóra.
Lágmarksaldur miðað við ökutæki skal ákveðinn í reglum viðkomandi íþróttasambands skv. 1. mgr. 2. gr. Reglur íþróttasambands um lágmarksaldur skulu ekki vera lægri en alþjóðlegar reglur samtaka á sviði akstursíþrótta kveða á um.
Viðkomandi íþróttasamband skal birta alþjóðlegar reglur um lágmarksaldur á vefsvæði sínu.

Aldursmörk í akstursíþróttum sem heyra undir AKÍS

http://www.akis.is/wp-content/uploads/2022/05/2021-Aldursmork-i-akstursithrottum-sem-heyra-undir-AKIS-1.pdf

Aldursmörk í akstursíþróttum sem heyra undir MSÍ

http://www.msisport.is/wp-content/uploads/2021/07/Aldursmork-i-akstursithrottum-MSI.pdf
Shopping Cart