maí 2022

Spyrna 4. júní

Íslandsmót í spyrnu 2022 – 2. umferð fer fram á Kvartmílubrautinni laugardaginn 4. júní.Tímatökur hefjast kl. 11:15 og útsláttarkeppni kl. 14:00Aðgangseyrir kr. 2.000 en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Á meðan spyrnukeppnin stendur er fyrirhugað að hafa hluta af pittinum afmarkaðan fyrir bílasýningu. Flott spyrnutæki og Muscle Car tryllitæki eru velkomin á meðan …

Spyrna 4. júní Read More »

Skoðunardagur KK og Frumherja

Félagsgjald sem greitt er til Kvartmíluklúbbsins fæst tilbaka og vel rúmlega það ef félagsmenn mæta með tryllitækin á Skoðunardag KK og Frumherja þann 26. maí 2022. Tryllitækið fæst skoðað á ofurkjörum 4.600 – þessi skoðunardagur hefur tekist vel síðustu ár og orðinn fastur liður í dagskrá klúbbsins.50% afsláttur af einum fjölskyldubíl gegn framvísun félagsskírteinis20% af …

Skoðunardagur KK og Frumherja Read More »

Aldursmörk í akstursíþróttum

Um aldursmörk unglinga í akstursíþróttum er fjallað í 21. gr. Reglugerðar um akstursíþróttir og aksturskeppnir nr. 507/2007 21. gr.Undanþága til æfinga og keppni vegna aldurs.Með leyfi lögreglustjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum umferðarlaga um ökuskírteini og lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppnir á lokuðum svæðum utan vega. Undanþága þessi gildir þó ekki um þann …

Aldursmörk í akstursíþróttum Read More »

SPYRNA Test ‘n’ Tune 22. maí

Brautardagur fer fram á Kvartmílubrautinni sunnudaginn 22. maí 2022 kl. 12 – 17.Svæðið opnar kl. 10:00 – um er að ræða spyrnuæfingu.Aðgangseyrir er kr. 1.000 og frítt fyrir 12 ára og yngri.Þátttökugjald er almennt kr. 5.000 en kr. 10.000 (fyrir keppnistæki sem aka undir 11 sek/7sek).Árgjald í spyrnu veitir endurgjaldslausan aðgang að æfingunni. https://www.facebook.com/events/255718966431970/390550362948829/?active_tab=discussion

Vinnudagur 21. maí

Vinnudagur verður haldinn laugardaginn 21. maí kl. 10.00 og fram eftir degi.Farið yfir spyrnubrautirTímatökubúnaður settur uppTiltekt og þrif í stjórnstöðStarfsmannaaðstaða undirbúinAllir velkomnir! https://www.facebook.com/events/391935239497698/

Torfæra 21. maí fellur niður

Skráningu í 3. umferð íslandsmótsins í torfæru 2022 er lokið.Í sérreglum keppninnar grein 1.5 kemur fram að keppni verði felld niður berist ekki að minnsta kosti 10 skráningar.Fimm keppendur skráðu sig til keppni og því hefur framkvæmdanefnd keppninnar ákveðið að fella keppnina niður.Skráningargjöld verða endurgreidd keppendum að fullu.

Viðræður málsaðila

Yfirlýsing keppenda í torfæru, keppnishaldara, Skjáskots, Braga Þórðarsonar og AKÍS um beinarútsendingar frá torfærukeppnum. Við settumst niður á fund og fórum yfir málin sem hafa verið í umræðunni síðustu daga.Það er sameiginlegur skilningur allra að beinar útsendingar frá torfærukeppnum eru öllum til góða.Við ætlum okkur að leysa þau ágreiningsmál sem upp komu milli Skjáskots/Braga og …

Viðræður málsaðila Read More »

KFC Torfæran 21. maí

KFC torfæran – Íslandsmót í torfæru 2022 3. umferð fer fram á torfærusvæðinu á Kvartmílubrautinni laugardaginn 21. maí kl. 11:00-FB https://www.facebook.com/events/2804711229834910– Skráðu þig til keppni hér: http://skraning.akis.is/keppni/333

Félagsfundur 12. maí

Félagsfundur verður haldinn í félagsheimilinu, fimmtudag 12. maí kl. 20:00 Í tilefni af því að nú er nýtt keppnistímabil að hefjast boðar KK til fundar fyrir keppendur og aðra áhugasama þar sem farið verður yfir sumarið og árgjald keppenda klúbbsins kynnt og útskýrt.* Flokkareglur keppnisgreina.* Reglur sem gilda um akstursíþróttir verða kynntar. https://www.facebook.com/events/304832085174702/

Sandspyrna 14. maí fellur niður

Skráningu í 1. umferð íslandsmótsins í sandspyrnu 2022 er lokið.Í sérreglum keppninnar grein 1.5 kemur fram að keppni verði felld niður berist ekki að minnsta kosti 10 skráningar.Fimm keppendur skráðu sig til keppni og því hefur framkvæmdanefnd keppninnar ákveðið að fella keppnina niður.Skráningargjöld verða endurgreidd keppendum að fullu.

Shopping Cart